Byggðarfánar

Akrahreppur

Akrahreppur hefur ekki tekið upp byggðarmerki.Sverðin á fánanum tákna tvo stór-bardaga sem herjaðir voru í Akrahreppi á Sturlungaöld; Örlygsstaðabardaga, einna fjölmennustu orrustu í Íslandssögunni og Hauganesbardaga, mannskæðustu orrustu landsins. Rauða litinn má skilja sem tákn fyrir blóðusúrhellingu þessa tíma, eða jarðvarma sem finnst í hreppnum. Græni liturinn táknar dalinn.

Akraneskaupstaður

Árið 1964, á 100 ára afmæli kaupstaðaréttinda Arkaness, var efnt til samkeppnis um byggðarmerki fyrir sveitarfélagið. Hreggviður Sigríksson, starfsmaður Sementsverksmiðjunnar, bar sigur úr býtum með tillögu sinni sem sýnir Akrafjall og öldur undir yfirskrift sem á stendur Akranes í höfðaletri.Á fánanum má sjá stílfærða útfærslu á Akrafjalli, en formlínur fjallsins eru vel kunnugar. Öldurnar, sem halda sama formi og á merkinu, eru vísun í Faxaflóa, útgerðina og sögu bæjarins sem gamalgróins sjávarþorps. Blái liturinn táknar hafið en þeir guli og svarti vitna til einkennislita íþróttabandalags Akraness.

Akureyrarbær

Byggðarmerki Akureyrarbæjar var teiknað af Tryggva Magnússyni fyrir Alþingishátíðina 1930. Tryggvi hafði einnig teiknað fjórðungsmerki þar sem landvættirnir úr Heimskringlu komu fyrir og er merki Akureyrar eins og merki Norðlendingafjórðungs, sem sýnir Gamm, að viðbættum skildi fyrir miðju fuglins. Í útfærslu Tryggva (og hátíðarmerki Akureyrar) er skjöldurinn rauður með gulu kornknippi og vísar það í nafn bæjarins. Merkið var notað í ýmsum ósamræmdum útgáfum fram til ársins 1987 þegar það var endurteiknað af Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni.Á fánanum víkur Gammur fyrir einfaldri hvítri rönd á bláum fleti, en hefð er fyrir því að þegar skjaldarmerki eru útfærð sem fánar að þau séu einfölduð á þennan máta. Skjöldurinn með korninu er áfram til staðar sem vísun í nafn bæjarins. Líkt og á byggðarmerkinu táknar blái liturinn himinn og fjarlæg fjöll.

Sveitarfélagið Árborg

Byggðarmerki Árborgar var vinningstillaga eftir Finn Malmquist í samkeppni sem haldin var árið 1999. Merkið sýnir Ölfusá í forgrunni og byggð í fjarska sem táknar byggðakjarnanna þrjá: Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri. Myndmálið er leikur að orðinu ÁR-BORG.Fáninn notast við sama myndmál, en Ölfusá er snúið langsum til að passa betur að formi fánans.

Árneshreppur

Á byggðarmerki Árneshrepps er hákarl. Að öllum líkindum er dýrið tilvísun í að hákarlaveiði var sögulega mikilvægur atvinnuvegur í Árneshreppi.Fáninn tekur mið af einu helsta einkenni hákarlsins, sem er tanngarður hans, samtímis vísar myndmálið einnig til fjalllendi sveitafélagsins.

Ásahreppur

Hönnuðir byggðarmerkis Ásahrepps eru Ómar Smári Kristinsson og Nina Ivanova. Að öllum líkindum sýnir merkið gömlu brúnna yfir Þjórsá.Fáninn byggir á þrískiptingu byggðarmerkisins. Græni liturinn táknar landið, blái árnar og sá hvíti himininn.

Bláskógabyggð

Byggðarmerki Bláskógabyggðar er frá árunum 2004 eða 2005 og var hannað af Daníel Mána Jónssyni.Fáninn, líkt og merkið, er myndræn útfærsla á nafni sveitarfélagsins, en blátt laufblað vísar í blá-skóginn.

Blönduóssbær

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Fáninn byggir á formum merkisins. Græni liturinn táknar landið sitt hvoru megin við ánna Blöndu og blái liturinn ánna og sjóinn.

Bolungarvík

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Myndmál fánans er tvíþætt. Annarsvegar vísa formin í Traðarhyrnu og endurspeglun fjallsins í sjónum, en einnig í seglin á bátnum í merki sveitarfélagsins.

Borgarbyggð

Byggðarmerki Borgarbyggðar er hannað af Erni Smára Gíslasyni, árið 2006 eða 2007.Fáninn notar litina úr núverandi merki Borgarbyggðar, en formið er tekið úr gamla byggðarmerkinu, sem var einnig merki Borgarneshrepps. Þar mátti sjá mjaðarhorn, vísun í Egil Skallagrímsson á Borg, skreytt þessu mynstri.

Borgarfjarðarhreppur

Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri) hefur ekki tekið upp byggðarmerki.Fáninn sýnir fjallagarðinn sem gnæfir yfir fjörðinn, rendurnar á neðri helming fánans vísa í sjóinn, sem og blái liturinn.

Breiðdalshreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Form Fánans byggir á neðri hluta byggðarmerkisins en kallast sömuleiðis á að nafnagift sveitarfélagsins, sem vísar í að dalurinn er sá breiðasti á landinu. Græni liturinn táknar dalinn og sá blái táknar sjóinn og Breiðdalsá.

Dalabyggð

Árið 1994 var haldin samkeppni um byggðarmerki Dalabyggðar og var merkið hannað eftir tillögu Önnu Flosadóttur, vinningshafa samkeppninnar. Fuglinn er tákn frelsis, fjöðrin er tákn menningar og sex fanir fjaðrarinnar er tákn sameinaðra hreppa sem mynduðu Dalabyggð.Á fánanum má sjá fuglinn, tákn frelsisins. Blái liturinn táknar sjóinn og guli liturinn sólina sem sést bakvið fuglinn á byggðarmerkinu.

Dalvíkurbyggð

Byggðarmerkið er frá árinu 2000 og var hannað af Guðmundi Inga Jónatanssyni og Marió Robert López. Fjöllin þrjú tákna sameiningu þriggja sveitarfélaga.Fáninn er þrískiptur langsum; efri bláa röndin táknar fjallabláman, græna röndin láglendið og neðri bláa röndin sjóinn. Þríhyrningarnir útfrá flaggstönginni vitna í fjöllin og sveitarfélögin þrjú á byggðarmerkinu.

Djúpavogshreppur

Byggðarmerkið sýnir Búlandstind og Berufjörð sem endurspegla aðalatvinnuvegina, sjávarútveg og landbúnað. Vogurinn neðst á merkinu bendir til nafns sveitarfélagsins. Merkið var endurteiknað á árunum 1983 og 1984 eftir frumhugmynd Ríkharðs Jónssonar.FFáninn sýnir líkt og byggðarmerkið Búlandstind og eru rendurnar í snæviþöktum tindinum vísun í kletta fjallsins.

Eyja- og Miklaholtshreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Fáninn vitnar í Gerðuberg, vel þekkta stuðlabergsmyndun í sveitarfélaginu. Rauði liturinn vísar í eldvirkni á Snæfellsnesinu og blái liturinn táknar himininn og hafið.

Eyjafjarðarsveit

Samkeppni um byggðarmerkið var haldin 1992 og báru feðgarnir Gunnlaugur Björnsson og Steindór Gunnlaugsson sigur úr býtum. Myndmál merkisins vísar í sólríka og grösuga sveit þar sem þrjú fjöll eru í bakgrunni og þrjú grös í forgrunni eru tákn fyrir sameiningu þriggja sveitarfélaga.Guli liturinn í fánanum vísar í sólina úr merkinu og bláu rendurnar þrjár vísa í upprunalegu sveitarfélögin, árnar og fjörðinn.

Fjallabyggð

Fjallabyggð notar gömlu byggðarmerki Siglufjarðar og Ólafsfjarðar samhliða hvoru öðru. Merki Siglufjarðar með fiskunum, var fyrst teiknað af Tryggva Magnússyni fyrir Alþingishátíðina 1930.Fáninn blandar saman þáttum úr báðum merkjunum; sólin er tekin úr merki Ólafsfjarðar og línurnar þrjár vísa til fiskanna úr merki Siglufjarðar. Litirnir eru tilvísun í Ísland; snjóinn, fjöllin og sjóinn.

Fjarðabyggð

Byggðarmerki Fjarðabyggðar ber nafnið Landsýn og var hannað af Guðjóni Davíð Jónssyni og Antoni Helga Jónssyni fyrir samkeppni árið 1999. Merkið sýnir stílgerð fjöll Austfjarða, sól sem táknar dagrenning og öldur sem tákna hafið.Myndmál fánans sýnir eitt fjall, blái helmingurinn táknar himinn og haf og rauði liturinn vísar í sólina sem rís í austri.

Fljótdalshérað

Hönnuður byggðarmerki Fljótdalshéraðs frá árinu 2005 er Þórhallur Kristjánsson. Neðri flötur merkisins, blár á litinn, tekur á sig bárulaga form og vísar í sjó eða Lagarfljótið. Græni liturinn táknar grónar sveitir og afrétt. Á milli bláu og grænu fletanna er hvítt form hreindýrshornsins.Fáninn endurspeglar hrynjandann í byggðarmerkinu. Blái og hvíti flöturinn á neðri helming fánans táknar sjó og öldugang og græni liturinn sveitina.

Fljótdalshreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Fáninn er einföldun af litaskiptingu byggðarmerkisins. Blái liturinn táknar himinn og vötn, hvíti liturinn snjó og fossa og græni liturinn landið.

Flóahreppur

Hönnuður byggðarmerkisins er Almar Sigurðsson.Fáninn vísar í skurði Flóaáveitunnar. Blái liturinn táknar árnar og sjóinn.

Garðabær

Byggðarmerki Garðabæjar var tekið í notkun 1976 þegar að bærinn fékk kaupstaðaréttindi. Hönnuður merkisins er Erna Ragnarsdóttir. Á byggðarmerkinu má sjá Búrfell, hraun og öldur og táknar græni liturinn mosann í hrauninu.Táknfræði fánans er sú sama og á merkinu, en í ólíkri uppröðun.

Sveitarfélagið Garður

Byggðarmerki Garðs sýnir stílfærða mynd af gamla og nýja vitanum á Garðsskaga fyrir ofan öldur. Merkið er frá árinu 1978 og hönnuður þess er Þorsteinn Eggertsson.Á fánanum má sjá sambærilega stílfæringu af vitunum tveimur, gamli vitinn er sá lægri og nýji vitinn sá hærri. Blái liturinn táknar sjóinn.

Grímsnes- og Grafningshreppur

Byggðarmerkið er frá 2006 og hönnuður þess er Herbert Viðarsson.Fáninn nýtir sömu táknmyndir og merkið, en tréið og skuggi þess eru stílfærð sem hálfhringir. Stílíseruð áin vísar bæði í Hvítá og Sog, sem afmarka hluta sveitarfélagsins.

Grindavíkurbær

Byggðarmerkið var hannað af Kristínu Þorkelsdóttur (AUK) árið 1986. Hafurinn er tákn frjósemi og búhygginda og vísar í landnámsssögu Molda-Gnúps Hrólfssonar og sona hans sem námu land í Grindavík. Blái og hvíti bakgrunnurinn getur haft tvær merkingar, annarsvegar, blátt hafið með hvítum ölduföldum og hinsvegar að hvítar rendur vísa í fyrri hluta í nafni Grinda-víkur, sem merking um gerði eða hlið.Fáninn byggir á sterkri skiptingu á grunni skjaldarins, fjórar bláar rendur og þrjár hvítar til skiptis. Þá er hafurinn útfærður sem svört rönd við flaggstangarhliðina og þynnri gul rönd vísar til hornana. Líkt og í merkinu táknar blái og hvíti liturinn hafið og ölduganginn.

Grundarfjarðarbær

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Skipting flatarins táknar fjörðinn, blái liturinn sjóinn og græni liturinn landið. Laufblaðið er vísun í merkið.

Grýtubakkahreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Á hægri hlið fánans má sjá stílíseringu af Kaldbaki sem trónir yfir firðinum. Bláar og hvítar rendur á neðri helming fánans tákna sjóinn og gular og bláar rendur á þeim efri tákna sólarupprás.

Hafnarfjörður

Byggðarmerki Hafnarfjarðar var teiknað af Friðþjófi Sigurðssyni árið 1958 í tilefni þess að 50 ár voru liðin síðan bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Merkið sýnir vita og öldur, en viti hafði áður verið notaður sem táknmynd Hafnarfjarðar eins og sjá má á merki bæjarins frá Alþingishátíðinni árið 1930.Fáninn er hvítur að mestu til að endurspegla lit byggðarmerkisins. Vitinn er útfærður á einfaldan hátt sem fjórðungur fánans og afmarkaður með einni línu sem er töluvert þynnri en öldurnar á neðri helming fánans sem vísun í línuþykktir á byggðarmerkinu. Öldurnar og vitinn vísa í sögu sjávarútvegs bæjarins.

Helgafellssveit

Helgafellssveit hefur ekki tekið upp byggðarmerki.Fáninn sýnir stílíseraða útfærslu af Helgafelli, sem sveitin dregur nafn sitt af. Sagan hermir að hver sá sem gengur upp á fjallið án þess að horfa til baka eða segja stakt orð fái þrjár óskir uppfylltar og vísa stjörnurnar þrjár fyrir ofan fjallið til þeirrar sögu.

Sveitarfélagið Hornafjörður

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Fáninn sýnir fjallið Vestrahorn og endurspeglun þess í sjónum. Bakvið fjallið má sjá tunglið. Blái liturinn táknar himinn og haf, svarti liturinn hraunið og hvíti liturinn jökulinn.

Hrunamannahreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Græni liturinn í fánanum táknar sveitina og sá blái himinn og árnar. Sexhyrningurinn fyrir miðju vísar í stuðlabergið á Hrepphólum.

Húnavatnshreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar. Hvítabjörninn er þó að öllum líkindum uppruninn í merki sem Tryggvi Magnússon teiknaði fyrir Austur-Húnavatnssýslu fyrir Alþingishátíðina 1930 og var orðaleikur með nafn sýslunnar.Fáninn notar sömu skiptingu og merkið en hvítabirninum er skipt út fyrir Norðurstjörnuna, sem er ein af stjörnunum sem mynda stjörnumerkið Litla Björn.

Húnaþing vestra

Byggðarmerkið var teiknað af Tryggva Magnússyni fyrir Vestur-Húnavatnssýslu fyrir Alþingishátíðina 1930.Á fánanum er stjörnumerkið Litli Björn í stað húnanna tveggja og vísar þannig til byggðarmerkisins og nafn sveitarfélagsins Húnaþing, en húnn er lítill björn. Stjörnurnar í Litla Birni eru sjö talsins og á fánanum hafa þær allar sjö punkta, en Húnaþing vestra varð til við sameiningu sjö sveitarfélaga. Norðurstjarnan er stærri en hinar sex og vísar til staðsetningu sveitarfélagsins á landinu, en einnig er það tilvísun í að sveitarfélagið varð til þann 7. júní.

Hvalfjarðarsveit

Byggðarmerkið var hannað af Arnari Steinþórssyni árið 2007. Myndmál þess er hvalur og kross.Á fánanum má sjá stílfærðan fjörð sem samtímis minnir á sporð hvals og er því leikið með nafn sveitarfélagsins. Talið er að nafngiftin Hvalfjörður komi frá þjóðsögu um illhvelið Rauðhöfða sem gekk bersersgang í Faxaflóa þar til hann var lokkaður inn Hvalfjörðinn, upp með Botnsá og ofaní Hvalvatn þar sem hann sprakk við áreynsluna. Rauði liturinn í fánanum vísar í heiti hvalsins. Græni liturinn táknar sveitina.

Hveragerði

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Rauði liturinn og bylgjótt skipting á fánanum vísa í Varmá, en áin og annar jarðvarmi á svæðinu hefur haft mikil áhrif á uppbyggingu Hveragerðis. Blómið í efra vinstri horninu er vísun í gróðurhúsin og blómarækt í sveitarfélaginu.

Hörgársveit

Hönnuður byggðarmerkisins er Jóhann Heiðar Jónsson.Fáninn notar þrískiptan flöt í sömu litum og merkið. Hvíti liturinn táknar himininn, blái fjallabláman og græni sveitina.

Ísafjarðarbær

Byggðarmerkið var hannað árið 1966 af Halldóri Péturssyni. Á því má sjá bát sigla inn fjörðin, Vestfjarðafjöllin og miðnætursólina að setjast.Á fánanum eru fjöllin umhverfis fjörðinn táknuð með svörtum þríhyrningum. Bláar og hvítar rendur tákna sjóinn og sjávarútveginn og rauð rönd efst á fánanum vísar til miðnætursólarinnar.

Kaldrananeshreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Hringurinn á vinstri hlið fánans vísar í viðardrumbinn á byggðarmerkinu og táknar sömuleiðis strandlengjuna. Græni liturinn táknar landið, hvíti liturinn snævi þakin fjöll og sá blái hafið.

Kjósarhreppur

Samkeppni um byggðarmerki fyrir Kjósina var haldið í lok árs 2008. Þar var auglýst eftir tillögum með “tilvísun í áberandi einkenni náttúru Kjósarhrepps, sögu hans eða ímynd.” Vinningsmerkið var tekið í notkun 2009 og var hannað af Erni Viðari Erlendssyni.Á fánanum má sjá fjallagarðinn sem sést í bakgrunni merkisins, og undir honum er Laxárvogur, sem liggur inn af Hvalfirði. Blái liturinn táknar himinn og haf og sá hvíti fjöllin að vetri til.

Kópavogsbær

Byggðarmerki Kópavogsbæjar var teiknað af Sigurveigu Magnúsdóttur og Ingva Magnússyni og tekið í notkun á 100 ára afmæli bæjarins árið 1965. Á merkinu sést Kópavogskirkja og selkópur, sem er tilvísun í nafn bæjarins.Fáninn vísar í kunnuleg form Kópavogskirkju, sem og hvítan lit hennar. Formið getur einnig vísað til Kársnesins og táknar þá blái liturinn sjóinn og græni liturinn Kópavog.

Langanesbyggð

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Fáninn sýnir stílfærða útfærslu á löngu nesinu sem færir sveitarfélaginu nafngift sýna. Græni liturinn táknar sveitina og sá blái bæði hafið og himininn þar sem bláu fletirnir koma í stað kríunnar og þorsksins á merkinu.

Mosfellsbær

Byggðarmerki Mosfellsbæjar var hannað af Kristínu Þorkelsdóttur um 1968. Merkið er vísun í silfur Egils Skallagrímssonar, en skildirnir þrír koma fyrir á silfurpeningum hans. Þá eru skildirnir þrír einnig tákn um byggðakjarnana þrjá sem fléttast saman í eina heild.Fáninn nýtir formið sem myndast þar sem skildirnir í byggðamerkinu mætast, en á silfurpengingunum sem hafa fundist við fornleifargröft er þetta form mjög áberandi. Græni liturinn vísar til sveitarinnar, dalsins og Mosfells en sá hvíti til silfursins.

Mýrdalshreppur

Byggðarmerkið er frá árinu 2004 og var hannað af Helga Má Karlssyni. Á því má sjá forma fyrir stöfunum M og H, en græni liturinn táknar grasi gróin fjöll og sá svarti fjöruna.Á fánanum má sjá fjallstinda sem einnig mynda M, höfuðstaf í nafni sveitarfélagsins. Græni liturinn táknar sveitina, sá svarti fjöruna og hvíti liturinn Mýrdalsjökul.

Norðurþing

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Á fánanum má sjá stílfærða útfærslu á víkingarskipinu sem prýðir byggðarmerki Norðurþings. Bláu og hvítur rendurnar mynda seglið en vísa samtímis til hafsins og öldugang þess. Svarti liturinn er fenginn úr byggðarmerki sem Tryggvi Magnússon teiknaði fyrir Norður Þingeyjarsýslu fyrir Alþingishátíðina 1930, en það merki er svart, hvítt og blátt líkt og fáninn.

Rangárþing eystra

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Bylgjurnar tvær á neðri helming fánans tákna árnar tvær sem afmarka sveitarfélagið. Hvíti flöturinn vísar til Eyjafjallajökuls og rauði liturinn minnir á eldfjallavirkni í sveitarfélaginu.

Rangárþing ytra

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Á fánanum má sjá stílfærða útfærslu á eldfjallinu Heklu; fjallið sjálft er hvítt og snævi þakið en undir því kraumar rauð hraunkvika. Blái liturinn táknar himininn og hafið.

Reykhólahreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Fáninn sýnir sjó og himinn. Bláu rendurnar tákna hafið og þær svörtu og rauðu sólsetur. Þá er svarti ferningurinn í eftir hluta til vinstri stílfæring á fjallinu sem sést á byggðarmerkinu.

Reykjanesbær

Á byggðarmerki Reykjanesbæjar má sjá súlu og táknar hún lifandi samfélag. Fuglinn er með útbreidda vængi sem minna á hvítfryssandi öldur. Blár bakgrunnur táknar himinn og haf.Fáninn sýnir þrjár stílfærðar súlur á flugi, tákn um sveitarfélögin þrjú sem sameinuðust í eitt. Fuglarnir vísa einnig til flugvallarinns, sem og að súlur eru mjög slyngir veiðifuglar, sem bendir til sjávarútvegsins. Blái flöturinn táknar himinn og haf og hvíti endinn brimið.

Reykjavíkurborg

Byggðarmerki Reykjavíkurborgar var teiknað af Halldóri Pétursyni og tekið í notkun 1957. Myndmál merkisins vísar í öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar og upprunasögu Reykjavíkur.Fáninn víkur ekki langt frá vel þekktu byggðarmerki höfuðborgarinnar, en endurraðar myndmálinu til að passa betur að formi fánans. Öndvegissúlurnar eru á vinstri hluta fánans sem sést best þegar fánanum er flaggað og öldurnar, vísun í Faxaflóa og sjávarútveginn, eru á hægri hlið. Blár og hvítur litur vísar í hafið og brimið, en eru einnig þjóðarlitir Íslands.

Sandgerði

Byggðarmerki Sandgerðis var teiknað á árunum 1982-86 á Auglýsingarstofu Kristínar. Rostungurinn er vísun í að hreppurinn hét áður Romshvalaneshreppur.Á fánanum er einfaldaður rostungur, útfærður sem svartur þríhyrningur og þekkjanlegur aðeins á skögultönnum sínum. Blái liturinn í bakgrunn er tilvísun í hafið.

Seltjarnarnes

Byggðarmerkið var hannað árið 1970 af Ernu Maríu Ragnarsdóttur og sýnir stílíseraða útgáfu af Gróttuvita og öldur fyrir neðan. Rauðleitur litur merkisins táknar frjósama mold á Seltjarnarnesi.Fáninn sýnir Gróttuvita séð ofanfrá og eyjuna Gróttu umkringda bláu hafinu. Rauði liturinn vísar í frjósama jörð.

Seyðisfjörður

Byggðarmerkið var teiknað af Tryggva Magnússyni fyrir Alþingishátíðina 1930.Fánanum er skipt til helminga á ská líkt og merkinu. Blái flöturinn táknar hafið og akkerið sjávarútveginn. Rauði liturinn er vísun í vitann sem sést á byggðarmerkinu.

Skaftárhreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Fáninn dregur innblástur af Skaftáreldum, þar sem gríðarmikið hraunrennsli hefur sett sterkan svip á landslag sveitarfélagsins. Svarti liturinn táknar hraunið, guli og rauði gosið og eldvirkni á svæðinu og blái liturinn himininn.

Skagabyggð

Skagabyggð hefur ekki tekið upp byggðarmerki.Fáninn byggir form sitt á Kálfhamarsvita og er tilvísun í sjávarútveginn.

Sveitarfélagið Skagafjörður

Byggðarmerkið var hannað af Snorra Sveini Friðrikssyni árið 1999. Það sýnir efri hluta sverðs og hún biskupsstafs, en þetta er tilvísun í sögu Skagafjarðar. Jafnfram táknar sverðið veraldlegt vald en biskupsstafurinn hið andlega. Blái liturinn er tilvísun í himinn og haf.Sverðið og biskupsstafurinn á fánanum er tilvísun í Sturlungaöld og sögu Skagafjarðar. Blái liturinn táknar himinn og haf. Fáninn dregur töluverðan innblástur af merki Skagafjarðar sem Tryggvi Magnússon teiknaði fyrir Alþingishátíðina 1930 og er gulur og svartur litur vísun í Drangey og sólarganginn líkt og á því merki.

Sveitarfélagið Skagaströnd

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Fáninn sýnir stílfærðar öldur sem tákn fyrir sjávarútveginn og blái liturinn vísar í fjallabláman.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Byggðarmerkið var hannað af Guðmundi Val Viðarssyni árið 2007.Fáninn sýnir árnar tvær sem afmarka Skeiða- og Gnúpverjahrepp; Hvítá að vestan og Þjórsá að austan. Græni liturinn í miðjunni táknar sveitina sjálfa, en rauði og blái liturinn landsvæðin hinum megin við árnar tvær.

Skorradalshreppur

Hönnuður byggðarmerkisins er Þorvaldur Óttar Guðlaugsson. Á merkinu má sjá Skorradalsorminn.Fáninn sýnir Skorradalsvatn, sem er blátt og græna sveit. Gul rönd táknar Skorradalsorminn.

Skútustaðahreppur

Byggðarmerki sveitarfélagsins varð til eftir samkeppni árið 1985. Unnið var með tvær af innsendum tillögum og voru höfundar þeirra Ari Rúnar Sigurðsson og Sólveig Illugadóttir. Myndmálið vísar í hraun, Mývatn, silung og endur, en formið sjálft minnir á andaregg.Neðri helmingur fánans vísar til Mývatns sem skartar fánu dýra og lífríkis og efri helmingurinn vísar í Norðurljósin, en sveitin kallar sig stundum höfuðborg norðurljósanna.

Snæfellsbær

Byggðarmerkið er frá árinu 1995 og sýnir Snæfellsjökul og hafið. Fiskarnir fjórir tákna Staðarsveit, Breiðavíkurhrepp, Neshrepp utan Ennis og Ólafsvíkurkaupstað.Blái flöturinn á fánanum táknar sjóinn sem umkringir Snæfellsbæ. Fiskarnir í merkinu eru útfærðir á mjög einfaldan hátt og umkringja rautt form sem vísar í eldfjallavirkni á nesinu, sem og kunnulegt formið á tindi Snæfellsjökuls.

Strandabyggð

Árið 2006 hélt Strandabyggð samkeppni um byggðarmerki og varð tillaga Ástu Þórisdóttur fyrir valinu. Á merkinu má sjá klett sem stendur við hafið. Í formi klettsins má sjá stafinn S úr fúþark og er það tenging við rúnir, galdrastafi og sögu Strandabyggðar, en stendur einnig fyrir nafn sveitarfélagsins.Rúnin S er megin myndmál fánans, og vísar sem áður segir í nafnið Strandabyggð sem og menningarsögu þess. Svarti liturinn táknar kletta og blái liturinn hafið.

Stykkishólmur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Fáninn er tilvísun í skipsskrúfuna, líkt og merkið og táknar þannig mikilvægi sjávarútvegsins fyrir sveitarfélagið.

Súðavíkurhreppur

Byggðarmerki Súðavíkurhrepps var breytt árið 2003 og er hönnuður þess Dagbjörg Hjartardóttir. Á merkinu má sjá sól sem kastar geislum sínum yfir hafflötinn og fjallið Kofra. Sólin var upprunalega gul á litinn en litnum var síðar breytt í bláan til að falla að reglum skjaldamerkjafræði.Fánanum er skipt í tvennt á ská og vísar þannig í fjallshlíðina. Efri helmingur fánans er gulur til að tákna sólríkan fjörðinn á meðan að blár og hvítur röndóttur neðri helmingur vísar í blátt hafið og hvítt brim.

Svalbarðshreppur

Svalbarðshreppur hefur ekki tekið upp byggðarmerki.Á fánanum vísar bylgjulaga skiptingin í árnar sem að renna í sveitarfélaginu, blái liturinn táknar vatn eða hafið og græni liturinn sveitina.

Svalbarðsstrandarhreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Fáninn nýtir myndmál og skiptingu á neðri helming merkisins og endurspeglar einnig liti þess. Vinstri helmingur fánans táknar hafið með stílfærðum öldum og sá hægri landið.

Tálknafjarðarhreppur

Á byggðarmerkinu sést Tálknafjörður innan úr Tálknafirði og er Sveinseyraroddi fyrir miðju og Tálkninn til vinstri. Merkið er frá árinu 2001.Fáninn er stílfæring á firðinum. Blái liturinn táknar hafið og hvíti liturinn snjóinn að vetrarlagi.

Tjörneshreppur

Tjörneshreppur hefur ekki tekið upp byggðarmerki.Fjórskiptinging á fánanum vísar í jarðlögin fjögur sem sjást greinilega víðsvegar um sveitarfélagið og Tjörneshreppur er vel þekktur fyrir. Svartur og rauður vísar í hraunlögin tvö, blár í skelja- og surtrabrandslögin og hvítur í jökulbergslögin.

Vestmannaeyjar

Byggðarmerkið var útfært af Tryggva Magnússyni fyrir Alþingishátíðina 1930 eftir hugmynd Baldvins Björnssonar. Á merkinu má meðal annars sjá bárur, skip, akkeri og fána með langveifum, en þetta vísar til mikilvægis fiskveiða og siglinga fyrir Vestmannaeyjar fyrr og síðar.Fáninn er útfærsla af öðrum fánanum á byggðarmerkinu (hinn vísar að öllum líkindum í þjóðfánan) að viðbættum rauðum lit sem tákn fyrir eldfjallavirkni eyjarinnar. Blái liturinn táknar hafið og fiskveiðina.

Vesturbyggð

Byggðarmerkið sýnir Hrafna-Flóka sem nam land og bjó á landsvæði Vesturbyggðar. Í bakgrunn má sjá hrafnana hans þrjá.Fáninn vísar sömuleiðis í söguna um Hrafna-Flóka, en hrafnarnir hafa verið útfærðir á abstrakt máta sem þrjár svartar línur. Græni liturinn táknar landið og sá blái himinn og haf, en þannig má skilja að hrafnarnir fljúgi að landi frá sjónum líkt og í sögunni um landnám Hrafna-Flóka.

Sveitarfélagið Vogar

Byggðarerkið var hannað af Auglýsingarstofu Kristínar (AUK) árið 1984. Það sýnir Keilir og kuðung sem vísar til sjávarnytja.Á fánanum má sjá Keili og táknar rauður litur fjallsins jarðvarman í sveitarfélaginu, Hvítar og bláar öldur í bakgrunn vísa til hafsins.

Vopnafjarðarhreppur

Upplýsingar um byggðarmerki vantar, en að öllum líkindum vísar merkið til landvættar vesturlands, Dreka.Rauði liturinn og hringformið á fánanum vísar í sólarupprás í austri. Blái liturinn táknar hafið Þríhirningarnir eru tilvísun í Dreka en uppröðun þeirra endurspeglar einnig strandlínu sveitarfélagsins.

Þingeyjarsveit

Upplýsingar um byggðarmerki vantar.Á fánanum táknar blái liturinn himininn, græni sveitina og hvíti liturinn Skjálfandafljót.

Sveitarfélagið Ölfus

Byggðarmerkið var endurunnið árið 2016 af Hvíta Húsinu. Sólin í merkinu táknar bjartsýni og sjóndeildarhringinn, öldu formin útgerðina og einnig má sjá steinakkerið sem er einkennandi fyrir Þorlákshöfn.Guli liturinn á í efra vinstra horni fánans vísar í sólina og blái liturinn í neðra hægra horninu í hafið og sjávarútvegin. Rendurnar þrjár fyrir miðju vísa í steinakkerið og eru litirnir fengnir úr gamla byggðarmerki Ölfusar.